• Verið hjartanlega velkomin á vefsíðu Blúndu og blóma!

Blúndu og blóma útgáfa

Velkomin á vefsíðu Blúndu og blóma! 

Hér á síðunni er hægt að skoða, panta og fá heimsendar vörurnar mínar, sem samanstanda af nokkrum gerðum dagatala og korta, hvort tveggja prýtt ljósmyndunum mínum og ljúfum orðum frá mér til innblásturs.

Vörurnar er líka hægt að kaupa heima hjá mér eftir samkomulagi en einnig í Brúðarkjólaleigunni í Sunnuhlíð á Akureyri og í Smámunasafninu í Eyjafjarðarsveit. 

Væntanlegar nýjungar á árinu er Afmælisdagatal og einhvers konar kort til að draga sér með hlýjum og eflandi orðum frá mér. Hvort tveggja er á hugmynda- og hönnunarstigi en stefnt er að útgáfu fyrir Handverkshátíðina á Hrafnagili í Eyjafirði sem ég mun sækja um að fá að taka þátt í. 

Hafið endilega samband með fyrirspurnir í þar til gerðan flipa hér efst á síðunni. 

Kristín S. Bjarnadóttir

 Instragram Blúndu og blóma

 Blúndur og blóm á facebook

 

 

 

 

 

Blogg