• Verið hjartanlega velkomin á vefsíðu Blúndu og blóma!

Blúndu og blóma útgáfa

Um næstu helgi, frá föstudegi 20. okt til sunnudags 22. okt. verð ég með skyndibúð með Blúndu og blómaútgáfunni eins og hún leggur sig hjá systur minni á Flóamarkaðinum í Sigluvík á Svalbarðsströnd, alla dagana kl. 13-17!

Sigga Rósa vinkona mín verður líka þar með handverk og nýsteiktar kleinur og skemman verður full af góssi, sumt á 50% afslætti því nú styttist í lokun fyrir veturinn á flóamarkaðinum.

Verið hjartanlega velkomin í stemninguna til okkar, heitt á könnunni og auðvitað konfekt! 

Kristín S. Bjarnadóttir 

 

 

 

 

 

Blogg