Íslenska barnadagatalið 2022
Frábær gjöf fyrir fróðleiksfús börn frá 4-5 ára aldri og upp í 10-12 ára, allt eftir einstaklingum og áhuga!
Skemmtilegt og fræðandi dagatal hannað sérstaklega fyrir börn. Ríkulega myndskreytt, límmiðar fylgja til að merkja afmælis,- gleði- og tilhlökkunardaga eða til að nota sem umbun. Ein lítil blaðra er "týnd" á hverri opnu og vill láta finna sig og í desember sést hvaða jólasveinn er að fara að setja í skóinn. Gömlu íslensku mánaðarheitin eru merkt inn á dagatalið og dagatalinu fylgja leiðbeiningar til barnsins.
Lauflétt að senda hvert í heim sem er.
Ljósmyndir og textar: Kristín S. Bjarnadóttir