skilmálar

Kærar þakkir fyrir að panta Blúndu og blóma vöru.

 Hér á vefsíðunni er tekið við kreditkortum frá Visa og Mastercard og notast við örugga greiðslugátt frá Dalpay. Dalpay veitir þriðja aðila aldrei kortaupplýsingar.

Ég undirrituð leitast við að eiga alltaf dagatölin tilbúin til afgreiðslu og geng frá pöntun í póst innan tveggja virkra daga, með þeim fyrirvara að viðkomandi dagatöl séu til á lager. Ef einhver bið er eftir dagatölum úr prentun mun ég láta vita af því í tölvupósti. Ég mun jafnframt staðfesta með tölvupósti þegar ég hef móttekið pöntun.

Pantanir eru sendar með Íslandspósti. Stærri dagatölin (A-3 stærð) eru send á næsta pósthús við viðtakanda, sem greiðir þar burðargjald Íslandspóst við móttöku. Burðargjald minni dagatalanna (A-4 og borðdagatal) er innifalið í verði.

Hægt er að fá að skipta dagatali fyrir aðra gerð af dagatali, kaupandi greiðir þá sendingarkostnað. Reynist dagatal gallað/skemmt eftir flutninga skal það sent til baka og viðkomandi fær nýtt dagatal sent sér að kostnaðarlausu.

Vinsamlegast hafðu samband við mig ef eitthvað er óljóst.

Með von um að þú njótir vel,

Kristín S. Bjarnadóttir