Dagatöl

Blúndu og blóma tækifæriskort, með ljósmyndum og hugljúfum orðum til innblásturs.

 

Kortapakki I

Blúndur og blóm 

 

Kortapakki II

Blúndur og blóm  

 

Kortapakki III

Blúndur og blóm

Tækifæriskortin hafa fengið frábærar viðtökur og eru seld tólf saman í pakka. Um þessar þrjár gerðir af kortapökkum (sjá að ofan) er að ræða. Í pökkunum eru kort með tólf mismunandi myndum og hugljúfum orðum til innblásturs. Tilvalin að eiga til að grípa í og nota þegar á þarf að halda, við næstum hvaða tækifæri sem er. Kortin eru tvöföld og textinn er í sérlega fallegu letri vinstra megin í opnu. Umslög fylgja. 

Ljósmyndir og texti: Kristín S. Bjarnadóttir 

Vor og sumartilboð: Heimsendur kortapakki þar sem desemberkortinu hefur verið skipt út fyrir óvænt kort og vor- eða sumarlegu þrettánda kortinu bætt við. Einnig hægt að velja frekar samúðarkort sem þrettánda kortið, vinsamlegast sendið mér þá línu þar um eftir að þið hafið pantað. 

Verð 3500 kr. með heimsendingu.

Ganga frá pöntun!

Samúðarkort Blúndu og blóma

Fjögur falleg samúðarkort seld saman. Kortin eru tvöföld með fallegri mynd og hlýlegri kveðju til þess sem syrgir. Tvö stór kort og tvö lítil, umslög fylgja.

Blúndur og blóm

Ljósmynd og hlýleg orð til syrgjenda: Kristín S. Bjarnadóttir

Vinsamlegast hafið samband við mig í gegnum flipa efst á síðunni ef óskað er eftir færri eða fleiri samúðarkortum. 

Verð kr. 1800. Burðargjald innifalið

 Ganga frá pöntun!

Skipulagsdagatal fjölskyldunnar 2019 (A-3 stærð)Svo miklu meira en bara skipulagið...! 

 

Skipulagsdagatal 2019        Skipulagsdagatal 2019

           

Snilldar dagatal fyrir fjölskylduna þar sem hver einstaklingur á sinn dálk til að fylla í það sem um er að vera á næstunni. Þannig hefur öll fjölskyldan yfirsýn og reynslan sýnir að ábyrgðin á skipulagi og utanum haldi færist oft af einhverjum einum í fjölskyldunni yfir á fleiri. 

Ef einhver dálkur er afgangs má til dæmis nýta hann til að fylla inn afmælisdaga sem þarf að muna, gera matseðil vikunnar, skipta heimlisverkum o.fl.

Rúsínan í pylsuendanum: Skipulagdagatal fjölskyldunnar er svo miklu meira en bara skipulagið, því bjartar myndir og hugljúf orð fylgja með til innblásturs. Ný  mynd og ný orð miðla birtu og bjartsýni inn á heimilið í hverjum mánuði og skapa vonandi með því ljúfa stemningu. 

Ljósmyndir og hugljúf orð: Kristín S. Bjarnadóttir

Verð kr. 3800,- Vorverð kr. 3000,- Ath! Burðargjald greiðist af viðtakanda, dagatalið er sent á næsta pósthús við heimilisfang viðkomandi.

Ganga frá pöntun!

 

Íslenska barnadagatalið 2019, - með límmiðum og leiðbeiningum. Afhendist í sellógjafapoka (A-4 stærð)

 Íslenska barnadagatalið 2019      Íslenska barnadagatalið 2019  

 

Íslenska barnadagatalið 2019      Íslenska barnadagatalið 2019

 

Íslenska barnadagatalið 2019

 

Frábær gjöf fyrir fróðleiksfús börn, allt frá 4-5 ára aldri og upp í a.m.k. 12 ára, allt eftir einstaklingum og áhuga! 

Skemmtilegt og fræðandi dagatal í gjafaöskju, hannað sérstaklega fyrir börn. Ríkulega myndskreytt, límmiðar fylgja til að merkja afmælis,- gleði- og tilhlökkunardaga / eða sem umbun, og einn lítill ananas er "týndur" á hverri opnu og vill láta finna sig.

Gömlu íslensku mánaðarheitin eru merkt inn á dagatalið og loks fylgja leiðbeiningar til barnsins með í gjafaöskjunni. 

Lauflétt að senda hvert í heim sem er, burðargjald innifalið!

Ljósmyndir og textar: Kristín S. Bjarnadóttir

Verð kr. 2900,- Vorverð kr. 2300,- Burðargjald innifalið. ATH! Afhendist í sellógjafapoka en ekki í öskju eins og á mynd.

Ganga frá pöntun!

 

Ljósmyndadagtal 2019, minni gerðin. Í gjafaöskju.  (A-4 stærð)

 

Blúndur og blóm

 

 Blúndur og blóm    

Fallegt veggdagatal sem er ætlað að miðla notalegri stemningu, birtu og bjartsýni með nostalgíu myndum og hugljúfum orðum til innblásturs.

Á dagatalinu eru reitir að skrifa í það sem þarf að muna. Tilvalin vinargjöf, nytsamleg og létt að senda hvert í heim sem er, í sérlega fallegri gjafaöskju. 

Ljósmyndir og hugljúf orð: Kristín S. Bjarnadóttir

Verð kr. 2800 Vorverð kr. 2300,- Burðargjald innifalið.

Ganga frá pöntun!

 

Ljósmyndadagatal 2019, stærri gerðin. (A-3 stærð) 

Blúndur og blóm   

 

 Blúndur og blóm

Stærri myndir, stærra letur og stærri reitir til að skrifa í heldur en í A-4 ljósmyndadagatalinu hér að ofan. Hentar vel þeim sem sækjast eftir hughrifum ljósmyndanna, svo og þeim vilja bara hafa enn stærri reiti að skrifa í eða sjá illa. 

Dagatalinu er ætlaði að miðla notalegri stemningu, birtu og bjartsýni með nostalgíu myndum og hugjúfum orðum til innblásturs 

Tilvalin vinargjöf, nytsamleg og létt að senda hvert í heim sem er.

Verð kr. 3800 Vorverð kr. 3200,- Burðargjald greiðist af viðtakanda, dagatalið er sent á pósthús næst heimilisfangi viðkomandi. 

Ganga frá pöntun!

Borðdagatal Blúndu og blóma 2019. Í selló gjafapakkningu (14,5 x 14,5 sm) 

      Blúndur og blóm 

Forsíðan prýdd fagurklukku... blúndum og gömlum bókum.

Blúndur og blóm

Fallegt og nytsamlegt borðdagatal þar sem nostalgían ræður ríkjum. Dagatalinu er ætlað að miðla birtu og bjartsýni með stemningar myndum og hugljúfum orðum til innblásturs. 

Dásemd að hafa á skrifborðinu, á náttborðinu, í eldhúsinu eða bara hvar sem er. Sannkallað augnakonfekt til að gefa og létt að senda hver í heim sem er! 

Ljósmyndir og hugljúf orð: Kristín S. Bjarnadóttir

Verð kr. 2600 Sumarverð kr. 1500,- burðargjald innifalið.

Ganga frá pöntun!