Dagatöl

Tækfæriskort með ljósmyndunum og textunum mínum.

Kortapakki I

tækifæriskort 

 

Kortapakki II

 Tækifæriskort

Á síðasta ári gaf ég í fyrsta skipti út tækifæriskort með ljósmyndunum og textunum mínum, hlýlegum og vonandi uppbyggilegum. Kortin má nota við alls konar tækifæri yfir árið og nú þegar eru fáanlegir tveir mismunandi 12 korta pakkar. Er ekki um að gera að eiga úrval íslenskra tækifæriskorta til að grípa til þegar á þarf að halda? 

Kortin sem eru tvöföld eru seld 12 saman í pakka og umslög fylgja. Samanbrotin eru kortin á stærð við póstkort. Hlýlegur texti til innblásturs birtist í sérlega fallegu letri vinstra megin í opnu.

Verð kr. 3700 kr. / pakkinn. Burðargjald innifalið. Ath. að velja þarf á milli Kortapakka I og II þegar pantað er, sjá myndir hér að ofan.

Ganga frá pöntun!

Skipulagsdagatal fjölskyldunnar 2018 (A-3 stærð) - Lækkað verð meðan birgðir endast!

Dagatöl 2018  Dagatöl 2018         

Fjölmargar barnafjölskyldur nýta sér þetta sniðuga dagatal til að allir á heimilinu hafi heildarsýn yfir það sem um er að vera hverju sinni. Reynslan sýnir að hjá þeim sem nýta sér dagatalið færist ábyrgð á yfirsýn og skipulagi oft af einhverjum einum yfir á fleiri fjölskyldumeðlimi.

Hver fjölskyldumeðlimur á sinn eigin dálk þar sem fyrirfram er fært inn það sem þarf að muna, s.s. æfingar, fundi, tannlæknatíma, starfsdaga skóla, afmælisboð o.fl.

Best er ef allir sem vettlingi geta valdið færa inn fyrir sig og eins að allir á heimilinu venji sig á að fylgjast með á dagatalinu. Þau sem eiga auka dálk geta nýtt hann með ýmsum hætti, skrá t.d. alla afmælisdaga, ættarmót o.fl. sem þarf að muna, skrá niður matseðil vikunnar eða skipta heimilisverkum niður, svo eitthvað sé nefnt. 

Bjartar stemningarmyndir og hugljúfir textar til innblásturs. 

Verð kr. 3800,- kr. 1500,- Ath! Burðargjald greiðist af viðtakanda, dagatalið er sent á næsta pósthús við heimilisfang viðkomandi (sjá þó möguleikann hér að neðan um að greiða hér og sækja í Evítu í Mosfellsbæ!).

ATH! Eftir að smellt hefur verið á flipann "Ganga frá pöntun!" hér að neðan þá gefst tækifæri til að velja hvort þú vilt fá Skipulagsdagatalið sent á næsta pósthús EÐA spara þér burðargjald Póstsins, ganga frá greiðslu hér á síðunni og framvísa útprentaðri kvittun í gjafavöruverslunini Evítu, Háholti 14 í Mosfellsbæ til að fá Skipulagsdagatalið þitt afhent þar!

Ganga frá pöntun!

 

Barnadagatal 2018, með límmiðum. (A-4 stærð) Uppselt en möguleiki á að panta úr prentun, vinsamlegast sendið mér línu í gegnum flipa efst á síðu!

 

Dagatöl 2018  Dagatöl 2018   

Dagatöl 2018  Dagatöl 2018

Fróðlegt og skemmtilegt veggdagatal sérstaklega hannað fyrir börn, t.d. frábært fyrir þau sem eru að hefja síðasta ár í leikskóla eða eru á fyrstu árum í grunnskóla. Við kennum börnum á klukku en hugsum oft síður út í það að kenna þeim á dagana, vikurnar og mánuðina, - að fylgjast með á dagatali og öðlast þannig yfirsýn og innsæi í tímann sem líður. Það er létt að kenna börnum að ein vika er eins og ein lína í þessu dagatali meðan einn mánuður er heil síða o.s.frv., þau eru fljót að átta sig.

Fremst í dagatalinu er bréf til barnsins um hvernig það getur nýtt sér dagatalið. Dagatalinu fylgja límmiðar til að merkja sérstaka gleði- og tilhlökkunardaga. Síðan má telja dagana niður að límmiðanum sem límdur hefur verið á ákveðinn dag til minnis um eitthvað tilhlökkunarefni.

Dagatalið inniheldur jafnframt margar myndamerkingar sem henta ríkulegu sjónminni barna, skemmtilegar ljósmyndir af dýrum o.fl. og loks er í dagatalinu lítill leikur sem reynir á athyglina en hann snýst um að finna rautt epli sem leynist á hverri síðu.

Dagatalið er lauflétt að senda hvert í heim sem er og tilvalin gjöf fyrir fróðleiksfús börn frá u.þ.b. 4-6 ára upp í 10-12 ára, allt eftir einstaklingum og áhuga! Afhendist í gjafaöskju. 

Verð kr. 2900,- 1800 kr

Ganga frá pöntun!

 

Ljósmyndadagtal 2018. Í gjafaöskju  (A-4 stærð) Uppselt en möguleiki að panta úr prentun, vinsamlegast sendið mér línu í gegnum flipa efst á síðu!  

Dagatöl 2018    Dagatöl 2018

Fallegt veggdagatal sem er ætlað að miðla notalegri stemningu, birtu og bjartsýni með nostalgíu myndum og hugljúfum textum til innblásturs.

Á dagatalinu eru reitir að skrifa í það sem þarf að muna. Tilvalin vinargjöf, nytsamleg og létt að senda hvert í heim sem er í fallegri gjafaöskju. 

Uppselt!

Ganga frá pöntun!

 

Ljósmyndadagatal 2018 (A-3 stærð) - Uppselt en möguleiki að panta úr prentun, vinsamlegast sendið mér línu í gegnum flipa efst á síðu!

Dagatöl 2018    Dagatöl 2018

Stærri gerð af veggdagatalinu þar sem myndirnar njóta sín jafnvel enn betur auk þess sem reitir dagatalsins eru stærri en á A4 gerðinni, því meira rými til að skrá minnisatriði inn þar. Dagatalinu er annars ætlað að miðla notalegri stemningu, birtu og bjartsýni með nostalgíu myndum og hugljúfum textum til innblásturs.

Stærri myndir, stærra letur og stærri reitir til að skrifa í heldur en í A-4 ljósmyndadagatalinu hér að ofan. Hentar vel þeim sem sækjast eftir hughrifum ljósmyndanna, svo og þeim sem sjá illa eða eiga léttara með að lesa stærra letur.

Tilvalin vinargjöf, nytsamleg og létt að senda hvert í heim sem er.

Verð kr. 3800, - kr. 2000,-  Burðargjald greiðist af viðtakanda, dagatalið er sent á pósthús næst heimilisfangi viðkomandi. 

Ganga frá pöntun!

Borðdagatal 2018. Í selló gjafapakkningu (14,5 x 14,5 sm) Lækkað verð meðan birgðir endast!

Dagatöl 2018    

Súper krúttlegt borðdagatal þar sem nostalgían ræður ríkjum. Dagatalinu er ætlað að miðla birtu og bjartsýni með stemningar myndum og hugljúfum textum til innblásturs. Dásemd að hafa á skrifborðinu, á náttborðinu, í eldhúsinu eða bara hvar sem er. Sannkallað augnkonfekt til að gefa, stinga með í ostakörfuna eða bara sem heil gjöf út af fyrir sig!

Afhendist í selló gjafapakkningu og er létt að senda hvert í heim sem er.

Lækkað verð kr. 1000 meðan birgðist endast.

Ganga frá pöntun!