Blogg

Jólin kvödd

Þá er þessi dásemdartími, aðventan og jólin, að baki. Ég naut þess að vera í fríi inn á milli vakta og hér var dundað við eitt og annað á aðventunni, ofurlítið föndur í bland við bakstur, jólagjafainnkaup og skemmtilega innpökkun.
Lesa meira

Pakkaskrautið

Desember er dásamlegur á svo margan hátt og ég á margar góðar minningar frá þessum árstíma. Dimmt úti, hlýtt og bjart inni. Ég get léttilega kallað fram í hugann góðar minningar við kortagerðina hér í denn. Fallegar glansmyndir og glimmer á fingrum og borði. Góð samvera með vinkonu. Eftirvæntingin liggjandi í loftinu. Og meira að segja minningin um ilminn af uhu líminu hefur sinn sérstaka sjarma.
Lesa meira

Ný síða, ný Blúndu og blóma dagatöl!

Um leið og ég býð ykkur hjartanlega velkomin á nýju vefsíðuna mína þá er það mér sönn ánægja að greina frá því að Blúndu og blóma dagatölin fyrir árið 2016 eru komin út!
Lesa meira