Ný síða, ný Blúndu og blóma dagatöl!

Um leið og ég býð ykkur hjartanlega velkomin á nýju vefsíðuna mína þá er það mér sönn ánægja að greina frá því að Blúndu og blóma dagatölin fyrir árið 2016 eru komin út!

Í þetta skipti fjölgar tegundunum úr þremur í fimm því ég bætti tveimur nýjungum í flóruna. Annars vegar stærra ljósmyndadagatali þar sem myndirnar njóta sín jafnvel enn betur en áður og litlu borðdagatali sem ég hef sjálf saknað mjög að eiga ekki hérna við hliðina á mér við tölvuna.

Eins og áður eru það ljósmyndirnar mínar sem prýða dagatölin og ég hef haft mikla ánægju af því að skondra út í náttúruna með blúndudúka, koppa og kirnur, stilla þar upp og mynda. Ég hef síðan skrifað texta til innblásturs við hverja mynd. Dagatölunum er þannig ætlað að gefa hlýlegan tón og miðla birtu og bjartsýni. Þau eru laus við allar auglýsingar þannig að myndir og texti njóta sín í samspili við ljósa blúndu og fallegt letur. Gott að eiga, gaman að gefa!

Allar nánari upplýsingar um hvert og eitt dagatal er að finna HÉR og jafnframt er hægt að panta dagatöl, ganga frá greiðslu og fá dagatölin heimsend gegn sendingargjaldi við fyrsta tækifæri.

Vinsamlegast sendið mér fyrirspurnir hér efst á síðunni ef eitthvað er óljóst.

Með ósk um ljúfa aðventu, ykkur og öllum til handa! 

SKOÐA DAGATÖL

 


Athugasemdir