Jólakortin 2017

Á tímum þegar jólakortasendingum hefur farið fækkandi fannst mér sérlega ánægjulegt að upplifa eftirspurn eftir jólakortum með desembermyndunum mínum og textum. Ég brást við og býð nú upp á tvær gerðir jólakorta saman í pakka en í hverjum jólakortapakka eru fimm jólakort af hvorri gerð, alls 10 kort í pakka. Á myndinni hér fyrir neðan má sjá mynd af kortunum síðan ég stillti þeim upp fyrir Útgáfugleðina núna á föstudaginn. 

Jólakort Blúndur og blóm

Eins og sjá má er um nostalgíustemningu að ræða eins og í flestum mínum uppstillingum. Gamalt bökunarform, kerti, krukkur og greni á öðru kortinu. Sparksleði, epli, salkringlur og greni á hinu. Þessi gömlu munir njóta sín vel með hvítan bakgrunn, annars vegar hvítmálaðan gamlan panel og hins vegar fannhvíta jörð. 

Jólakort Blúndur og blóm

Og svo ræður nostalgían líka ríkjum í bæði innihaldi og letri textans í kortunum. Sjálfri finnst mér svo notalegt að lesa falleg orð í jólakortum að ég setti saman tvo mismunandi stemningartexta í kortin. 

Það er nú þegar hægt að panta og fá send jólkort. Athugið að einn pakki kostar 3000 kr en tveir pakkar saman kosta 5000 kr (þarf að velja sérstaklega á síðunni hér á eftir). Þau ykkar sem vilja kaupa fleiri en tvo pakka vinsamlegast hafið samband við mig til að fá tilboð. Sjá flipa hér efst á síðunni.

Hér er hægt að panta. 

 

 

 

 


Athugasemdir