Falleg íslensk ljósmyndakort sem nota má við ýmis tækifæri

Með hækkandi sól og hlýnandi dögum eru ýmis tilefni framundan til að fagna. Börn fæðast, unglingar fermast, ungt fólk útskrifast og giftir sig, svo eru það öll afmælin og stórafmælin. Og ekki má heldur gleyma erfiðu stundunum, hinum endanum á lífinu, þegar einhver sem við þekkjum deyr. 

Ég hef undanfarin ár gefið út kort til að nota við alls konar tækifæri. Kortin eru prýdd ljósmyndum sem ég hef tekið, ýmist inni við eða úti í náttúrunni en þau eiga það öll sameiginlegt að vera ætlað að miðla birtu og hlýju inn í líf þeirra sem kortin fá. 

Einmitt þess vegna hef ég líka samið texta til innblásturs inn í hvert og eitt kort en hann birtist í sérlega fallegu letri vinstra megin í hverju korti. 

 

Blúndur og blóm

Þau eru mörg sem hafa sagt mér hvað þeim finnst vanta að finna íslensk kort með texta í og ég finn að textarnir skipta þau sem kaupa kortin miklu máli. Engin tvö kort hafa sama textann og því er gaman að geta valið mynd og texta sem hæfir best því tilefni sem við á og eftir því hver á í hlut.

 

Blúndur og blóm

Þessi mynd er tekin héðan að heiman. Þarna blasa Súlur við í miðju hjartans og Akureyri kúrir undir þeim.

 

Blúndur og blóm

Texti úr öðru korti.

 

Blúndur og blóm

Fallegar liljur í garði tengdamömmu, blóm úr sama garði við Hraundranga í Öxnadal og loks logandi ljós í bolla og reynitré í garðinum mínum. Það þarf ekki að leita langt yfir skammt að fallegu myndiefni í íslenskri sumarblíðu og litafegurð. Íslensk náttúra er mér stöðugr innblástur og það er virkilega eflandi og slakandi um leið að fara á stjá í leit að efnivið í góða mynd í kort. 

 

Blúndur og blóm

 Víða í textum mínum reyni ég að höfða til samkenndar, minna á að við erum ekki ein og erum öðrum til stuðnings, oft óafvitandi jafnvel.

 

Blúndur og blóm

Hér að ofan er fjögur af 12 kortum í kortapakka I. Fagurklukka, túlípanar, bóndarósir og tóbakshorn, fegurð og rómantík. Ég hef undanfarin ár gefið út einn 12 korta pakka á ári og nú eru kortapakkarnir því orðnir þrír. 

Í tilefni hækkandi sólar og sumarkomu býð ég nú kortapakkana á sumartilboði, ég skipti desember kortinu út fyrir annað óvænt kort og loks bæti ég þrettánda kortinu við, vor eða sumarlegu. Einnig er velkomið að hafa þrettánda kortið samúðarkort, þið sendið mér bara línu með ósk um það.

Það vill nefnilega svo til að ég hef í gegnum tíðina oft verið beðin um aðstoð við að skrifa inn í samúðarkort. Út frá því skrifaði ég texta sem mér finnst geta átt við þegar einhver deyr, til stuðnings þeim sem eftir lifa. 

Blúndur og blóm

Ég gef út þrjú mismunandi samúðarkort, tvö stór og eitt lítið eins og sést hér að ofan. Ljósmyndirnar eru teknar hér í nánasta umhverfi og textinn birtist í auðlesanlegu letri á vinstri opnu. Hægt er að kaupa kortin fjögur saman í pakka hér á síðunni en einnig er velkomið að hafa samband við mig (sjá flipa efst á vefsíðunni) ef óskað er eftir færri eða fleiri kortum. 

Sjá nánar í flipanum "DAGATÖL/TÆKIFÆRISKORT" hér efst á síðunni.

Mér finnst mjög gefandi að taka myndir og semja texta í kortin og svo er það sérlega notalegt þegar ég frétti að kortin hafi komið að góðum notum, bæði á gleði- og sorgarstundum. 

Farið vel með ykkur öll sem eitt, leyfum vorinu og voninni um sumar og sól að síast inn, efla okkur til góðra verka og enn frekari sælustunda.

Ykkar einlæga. 

 

 


Athugasemdir